02.12.2009 16:24

Sjómannaafsláttur FFSI

Útdráttur úr setningarræðu Árna Bjarnasonar forseta FFSI á ný afstöðnu þingi sambandsins .

Á sama tíma og skattar og gjöld hækka og sjávarútvegurinn hrópar á stefnumörkun sem hægt er að byggja á, sjá sumir ofsjónum yfir sjómannaafslættinum.

Þar má nefna til sögunnar þá Stefán Aðalsteinsson framkvæmdastjóra BHM og pr...ófessor Þórólf Matthíasson sjóðfélaga í Lífeyrissjóði opinberra starfsmanna þar þeir halda áunnum réttindum sínum hvað sem á dynur í þjófélaginu. Svo tal þessir menn um sérréttindi annarra stétta. Í útvarpsviðtali fyrir nokkru vísar Stefán sem dæmi um lakari kjör sinna umbjóðenda þar sem fram kemur að lífeindafræðingar í Danmörku hafi helmingi hærri laun en kollegar þeirra á Íslandi. Til upplýsinga fyrir áhugamenn um sjómannaafslátt þá eru þessu meintu fríðindi sjómanna við líði í þeim löndum sem við viljum helst bera okkur saman við s.s. í Danmörku og Noreg. Það sem einkennir sjómannaafsláttinn til handa íslenskum sjómönnum er að hann er margfalt lægri hér en annarstaðar. Nýlega var hann t.d. hækkaður í Noregi úr 80.000 í 115.000 þúsund n.kr. sem þýðir að norskir sjómenn njóta sjómannaafsláttar sem er 10 x hærri en á Íslandi eða um 2,5 miljón kr.

Haft er eftir sjávarútvegráðherra Noregs að með þessu vilji stjórnvöld gera sjómannsstarfið samkeppnishæfara og auðvelda útgerðinni að fá hæft fólk til starfa. Ég vil leyfa mér að trúa því að viðhorf íslenskra stjórnvalda og ekki síður þjóðarinnar til starfa íslenskra sjómanna séu að sama meiði og fram kemur í yfirlýsingu norska ráðherrans. Góðir áheyrendur framundan eru erfiðir tímar sem líkja má við langvinnan óveðurskafla. Við skulum vera minnug þess að aldrei hefur brælt svo mikið að ekki lægi um síðir.

Setningarræðan í heild sinni. http://www.skipstjorn.is/displayer.asp?page=0&Article_ID=503&NWS=NWS&ap=NewsDetail.asp&Article_type=Formadur&Poll_ID=9&p=ASP\~Pg0.asp

Flettingar í dag: 61
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 164
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 277954
Samtals gestir: 43159
Tölur uppfærðar: 13.1.2025 18:51:31

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Bergþór Gunnlaugsson

Farsími:

Tel +354 892 9448

Heimilisfang:

Grindavík

Um:

Skipstjóri Tómas Þorvaldsson GK 10

Tenglar