02.12.2009 16:27

Sjómannaafsláttur VM

27.11.09 Félag Vélstjóra og Málmtæknimanna.

VM mótmælir harðlega fyrirhuguðum hugmyndum stjórnvalda um að afnema sjómannaafsláttinn

Í kvöld 27. nóvember sendi formaður VM, Guðmundur Ragnarsson frá sér svohljóðani ályktun sem send var til allra fjölmiðla: VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna mótmælir harðlega fyrirhuguðum hugmyndum stjórnvalda um að afnema sjómannaafsláttinn.

VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna mótmælir harðlega fyrirhuguðum hugmyndum stjórnvalda um að afnema sjómannaafsláttinn.

 

Ætli ríkisvaldið að framkvæma þessar hugmyndir sínar, gera vélstjórar til sjós eftirfarandi kröfur:

  • Að farið verði í öll skattfríðindi og forréttindi sem finnast í kerfinu og þau skattlögð.
  • Að lífeyrissjóður opinberra starfsmanna verði skertur um það sem hann sannanlega hefur tapað, til að draga úr útgjöldum ríkisins, þannig að fyrr verði hægt að lækka skatta.

Óskertur lfeyrissjóður opinberra starfsmanna mun auka álögur til framtíðar á almenning í formi hærri skatta til að standa við þessi óréttlátu forréttindi.

VM vill ítreka að sjómannaafslátturinn kom inn sem hluti af launakjörum sjómanna og er þetta því aðför að kjörum þeirra og inngrip í kjarasamning.

Krækja á fréttina:

http://www.velstjori.is/Pages/330?NewsID=1479



Flettingar í dag: 266
Gestir í dag: 89
Flettingar í gær: 92
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 267849
Samtals gestir: 42214
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 14:23:48

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Bergþór Gunnlaugsson

Farsími:

Tel +354 892 9448

Heimilisfang:

Grindavík

Um:

Skipstjóri Tómas Þorvaldsson GK 10

Tenglar