Færslur: 2009 Nóvember

18.11.2009 04:04

Nátttröllin þrjú

Nátttröllin þrjú

Einu sinni voru þrjú nátttröll sem ætluðu að sneiða Vestfirði af Íslandi, með því að moka sund þar sem styst er á milli Breiðafjarðar og Húnaflóa. Til að hleypa í sig eldmóði ákváðu þau að keppast um að búa til sem flestar eyjar úr því efni sem til félli við moksturinn. Þau skiptu liði og hófust handa. Að vestanverðu mokuðu karl og kerling inn Gilsfjörð og hömuðust sem mest þau máttu. Breiðafjörðurinn er grunnur og því urðu eyjarnar eins og berjaskyr um hann allan. Að austanverðu fór allt miður. Bæði var tröllkerling sú er mokaði í Kollafirði ein að verki og Húnaflói miklu dýpri en Breiðafjörður svo flest það sem hún kastaði frá sér varð að blindskerjum sem síðan hafa gert Flóann hættulegan skipum.

Tröllin þrjú kepptust við alla liðlanga nóttina og uggðu ekki að sér fyrr en birta tók af degi. Þá tóku vestantröllin til fótanna og stikuðu hvað þau gátu yfir Steinadalsheiði og út Kollafjörð í leit að felustað. En sólin kom upp og náði að skína á þau rétt innan við Kollafjarðarnes þar sem nú heitir Drangavík. Þar urðu þau að steindröngum þeim sem enn standa. Er annar drangurinn allur meiri um sig að ofan og mjókkar niður, og er það karlinn. Hinn er uppmjór og gildnar allur niður svo sýnist móta fyrir niðurhlut og jafnvel lærum. Er það kerlingin.

Skessan sem mokaði að austanverðu varð líka sein fyrir og gáði ekki að sér fyrr en birta tók. Stökk hún þá í snarhasti norður yfir Steingrímsfjörð og komst að klettabelti einu sem þar gengur í sjó fram og heitir Malarhorn. Varð henni þá litið út yfir Húnaflóa og sá að eftir næturlangt stritið hafði henni ekki tekist að mynda eina einustu eyju, bara fáeina varphólma og smásker. Í reiði sinni tvíhenti hún reku sína og hjó henni í grellsköpum í Hornið um leið og sólin skein á hana. Við það sprakk úr Horninu fram á Steingrímsfjörð eyja sú myndarleg er Grímsey heitir. Er það eina stóreyjan sem skessunni tókst að mynda og segja menn að sama berg sé í eynni og í Malarhorni og sé því augljóst að af því bergi sé hún brotin.

Við norðurenda Grímseyjar er háreistur klettur líkur nauti að lögun og heitir Uxi. Þann uxa átti kerling og stóð hann á Horninu þegar hún sprengdi það fram á fjörðinn og dagaði uxann þar uppi. Kerlingin varð hins vegar að steindrangi þeim sem Drangsnes er kennt við og stendur á grasbala í norðanverðu þorpinu, rétt innan við Malarhornið.

[Úr Ægishjálmi Magnúsar Rafnssonar]

09.11.2009 12:39

Gulllax hol hjá Hrafni GK111

25 tonna Gulllax hol hjá Hrafni GK 111

Valur og Binni kampa kátir


  • 1
Flettingar í dag: 190
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 92
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 267773
Samtals gestir: 42196
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 14:01:58

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Bergþór Gunnlaugsson

Farsími:

Tel +354 892 9448

Heimilisfang:

Grindavík

Um:

Skipstjóri Tómas Þorvaldsson GK 10

Tenglar